VALMYND

Dags / Tími
 
Litbolti

Verð og reglur
Vallargjald: 11.000- kr. PER MANN Lágmarksfjöldi 6 manns.pose1.jpg
Hafið samband með verðtilboð fyrir stærri hópa. 


100 auka boltar: 2.200- kr.

Innifalið í vallargjaldi er galli, gríma, merkjari, skotvesti, loftkútur með áfyllingu og 100 skot.   ATH! 15 ára aldurstakmark, ungmenni 18 ára og yngri þurfa að koma með skriflegt leyfi frá foreldra/forráðarmanni til að fá að taka þátt. Leyfisblaðið getur þú fengið með því að smella hér.

Svæðisreglur
· Leikmenn verða alltaf að bera hlífðargrímur inn á spilsvæðinu
· Ekki má skjóta á leikmann sem ekki ber hlífðargrímu inn á leikvellinum
· Ekki má skjóta andstæðinginn viljandi fyrir ofan hálsmál
· Merkibyssurnar skulu vera í þar til gerðum upphengjum á hvíldarsvæði
· Engin líkamleg snerting er leyfileg
· Alltaf skal hlusta á og fara eftir tilmælum leiðbeinanda (Marshall)
· Stjórnendum svæðis er heimilt á fyrirvara að skjóta án leikmenn ;-)
· Aldrei skal setja aðra hluti en þá sem eru til þess ætlaðir í merkibyssurnar
· Ef móða myndast í hlífðargrímum, hafið samband við leiðbeinanda og hann mun aðstoða ykkur. Aldrei ber að taka af sér grímuna nema að beiðni leiðbeinanda
· Áfengi og önnur vímuefni eru stranglega bönnuð á leiksvæðinu

Leikreglur
· Í byrjun leiks færðu litað armband. Ekki skal skipta um armband nema að beiðni leiðbeinanda
· Armböndin skulu vera vel sjáanleg og vera á upphandlegg
· Þegar leikmaður er merktur úr leik, skal armbandið fjarlægt strax og borið yfir höfði á leið í hvíldarsvæði.
· Ef leikmaður er úr leik, skal hann fara styðstu leið í hvíldarsvæði. Öll merki og bendingar til hinna leikmannana á leið út af vellinum eru bönnuð.
· Leikmaður eru úr leik ef hann merkist á einhvern stað á líkama eða tæki. Leikmaður er einungis úr leik ef að litboltinn springur og litar viðkomandi með litarefni.
· Leikmaður er enn inn í leik ef viðkomandi er skotfæralaus eða bilunar gætir í tækjabúnaði. Það er leikmannsins að finna leiðbeinanda án þess að vera merktur. Einu skiptin sem ekki má skjóta á leikmenn er þegar meiðsli koma upp eða hjálpar þarf við vegna andlitsgrímu
· Leiðbeinandi dæmir um það hvort að annað liðið hefur náð sigri.
· Leikmaður sem nær flaggi andstæðingsins má ekki afhenda það öðrum leikmanni.
· Leikmenn þurfa að vera á sínum stað þangað til leiðbeinandi gefur merki um að leikur sé hafin.
· Ekki skal nota móðgandi eða neikvætt orðalag inn á leikvellinum. Leikmenn skulu spila heiðarlega og sýna íþróttamannslega framkomu í hvívetna.
· Reykingar eru bannaðar inn á leikvellinum.
· Leikmenn er brjóta leikreglur eða haga sér óskynsamlega þurfa að yfirgefa leiksvæðið.

Þessi vefur er höfundarréttarvarinn. Öll afritun efnis nema á upplýsingasíðu er ólögleg nema með leyfi 3C ehf.