News Item: : Fyrirtækjakeppni á Suðurlandi í Paintball
(Category: Keppnir)
Posted by
Friday 13 August 2010 - 12:44:02

Mótið hefst Miðvikudaginn 18 ágúst og er áætlað að það muni standa yfir í 3 kvöld. Úrslit verða 20 ágúst.
Keppt verður  á virkum dögum svo að allir ættu að geta tekið þátt.
Keppt verður í 4 manna liðum. Ef áhugi er meiri innan vinnustaðarins þá tökum við undankeppni fyrir viðkomandi fyrirtæki til að velja í 4 manna lið.
Riðlarnir verða þannig uppsettir að hvert fyrirtæki fær að keppa að lágmarki tvisvar sinnum.
Þáttökugjald í keppnina er núll krónur á mann og innifalið í því er leiga á öllum búnaði sem þarf til að taka þátt á meðan mótið stendur yfir. Skotin kosta hinsvegar 1.200- krónur per 100 skot.
Mótið verður haldið á paintballsvæði okkar í landi Bíldfells í Grafningi, 12 kílómetra frá Selfossi.
Þeir sem ætla að taka þátt þurfa að skrá sig sem allra fyrst eða ekki seinna en fyrir 17 ágúst.

Paintball ( litbolti ) er skemmtilegur leikur  sem eykur samstöðu vinnufélaga og fjölskyldna, auk þess að vera hin frábærasta skemmtun sem skapar ánægjulegar minningar , sem er eitt af því dýrmætasta sem við eigum.

Paintball er sérlega hentugur leikur fyrir hópefli, þar sem hann reynir á rökhugsun, leiðtogahæfni og samhæfni  til að ná settu markmiði í leiknum, sem er að sjálfsögðu að sigra.
Paintball er leikur þar sem ekki er spurt um aldur eða kyn, enda spila hann milljónir manna um alla veröld. Atvinnumenn gegna stóru hlutverki í þessari grein ein og í öðrum íþróttum, enda hefur paintball
verið spilað frá því um 1980.

Líka viljum við benda á að fjölmiðlaumfjöllun verður um mótið og því er þetta fín auglýsing fyrir þau fyrirtæki sem taka þátt.

Ef nánari upplýsingar vantar er best að hringja í 857-2000

( athugið að 15 ára aldurstakmark er í paintball)


This news item is from paintball.is Litbolti
( http://paintball.is/news.php?extend.3 )